FJÓRIR listamenn opna sýningu í Hafnarborg í dag, laugardag kl. 15. Í Stóra sal opnar Karl Jóhann Jónsson málverkasýninguna Albúm. Verkin eru flest máluð með olíu á striga.
FJÓRIR listamenn opna sýningu í Hafnarborg í dag, laugardag kl. 15. Í Stóra sal opnar Karl Jóhann Jónsson málverkasýninguna Albúm. Verkin eru flest máluð með olíu á striga. Einnig verður gestaverk, höggmynd eftir Þór Sigmundsson steinsmið sem Karl hefur verið í samstarfi við. Karl Jóhann útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1993 og hefur starfað við myndlist og garðyrkju síðan.

Í Sverrissal eru þrjár sýningar þeirra Kristins Pálmasonar, Gulleiks Lövskar og Baldurs J. Baldurssonar. Verk Baldurs samanstendur af tveimur hljóðinnsetningum.

Kristinn sýnir ný málverk hönnuð með rými salanna í huga og þau enduróma m.a. andstæður í skölum.

Gulleik tekst á við að sameina nýjar tilraunir í húsgagnasmíði við gamla hefð. Hann sýnir þrjá stóla í nýrri línu: barstól, borðstofustól og hægindastól.

Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-18 og lýkur sýningunum 10. mars.