FÉLAG norðlenskra steinasafnara samþykkti ályktun á aðalfundi sínum í vikunni, en þar er harmað að ekki hafi verið komið upp sýningaraðstöðu fyrir náttúrugripi á Akureyri eftir að sýningarsal Náttúrugripasafnsins var lokað og gripum þess pakkað niður í...
FÉLAG norðlenskra steinasafnara samþykkti ályktun á aðalfundi sínum í vikunni, en þar er harmað að ekki hafi verið komið upp sýningaraðstöðu fyrir náttúrugripi á Akureyri eftir að sýningarsal Náttúrugripasafnsins var lokað og gripum þess pakkað niður í kassa. Ennfremur segir að félagið furði sig á áhugaleysi ráðamanna Akureyrarbæjar og viðkomandi ráðuneytis, þó svo að félagið hafi bent á fjárhagslega hagstæða lausn á málinu. Skoraði fundurinn á forráðamenn bæjarins og ríkisvalds að koma sýningarmálum í viðunandi horf sem allra fyrst og að félagið muni ekki skorast undan þátttöku verði eftir því leitað.