22. febrúar 2003 | Árborgarsvæðið | 176 orð | 1 mynd

10. bekkingar lásu upp í heilan sólarhring

Bjarni, Ágúst, Kristján og Hafþór reiknuðu út að þeir læsu í 53 mínútur.
Bjarni, Ágúst, Kristján og Hafþór reiknuðu út að þeir læsu í 53 mínútur.
KRAKKARNIR í 10. bekk, sem eru að útskrifast úr grunnskólanum í vor, lásu upp í heilan sólarhring nýlega. Þau hófu leikinn klukkan átta á fimmtudagsmorgni og lásu stanslaust til klukkan átta morguninn eftir.
KRAKKARNIR í 10. bekk, sem eru að útskrifast úr grunnskólanum í vor, lásu upp í heilan sólarhring nýlega. Þau hófu leikinn klukkan átta á fimmtudagsmorgni og lásu stanslaust til klukkan átta morguninn eftir. Um var að ræða áheitalestur og höfðu krakkarnir gengið í hús og beðið Hvergerðinga um að styrkja sig.

Að sögn Guðríðar Aadnegaard umsjónarkennara krakkanna var þeim alls staðar vel tekið og vildi hún þakka bæjarbúum hversu vel þeir tóku á móti krökkunum. Alls söfnuðust á þriðja hundrað þúsund krónur sem notaðar verða í veglega útskriftarferð í vor.

Krakkarnir lásu upp úr skáldsögum, tímaritum, ljóðabókum og fleiru. Einnig voru nokkrir sem sungu sín ljóð. Allt varð að fara fram á íslensku. Að sögn nemendanna voru þau búin að reikna það út að hver og einn yrði að lesa í fimmtíu og þrjár mínútur þennan sólarhring. Þau kviðu ekki neinu þó svo að þau fengju ekkert að sofa.

Á milli 20 og 22 um kvöldið opnuðu þau kaffihús þar sem þau seldu gestum og gangandi kaffi og kökur. Sannarlega vel að verki staðið hjá krökkunum.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.