* RÚNAR Alexandersson og Viktor Kristmannsson úr Gerplu þátt í alþjóðlegu fimleikamóti á eyjunni Madeira um helgina. Mati Kirmes, þjálfari og Heimir J. Gunnarsson, sem er dómari, eru með í ferð.
* RÚNAR Alexandersson og Viktor Kristmannsson úr Gerplu þátt í alþjóðlegu fimleikamóti á eyjunni Madeira um helgina. Mati Kirmes, þjálfari og Heimir J. Gunnarsson, sem er dómari, eru með í ferð.

*ÞETTA er fyrsta keppnishelgin af sex hjá Rúnari, hann mun koma heim og keppa á Bikarmóti FSÍ um næstu helgi. Þá tekur hann þátt í boðsmóti í Kaupmannahöfn hinn 7. mars og síðan taka við þrjú heimsbikarmót í röð hjá honum, það fyrsta í París, þar á eftir í Cottbus í Þýskalandi og í Grikklandi.

* TEITUR Þórðarson byrjar ekki vel með lið sitt Lyn sem hefur leikið tvo æfingaleiki á La Manga á Spáni . Í fyrsta leiknum tapaði liðið 5:0 gegn LA Galaxy frá Bandaríkjunum en í gær tapaði liðið 3:1 gegn Odd/Grenland sem er norskt lið.

* TEITUR segir við Addressavisen að meiðsl lykilmanna séu töluverð og hann hafi ekki haft langan tíma til þess að slípa saman liðið þar sem hann tók við þjálfun þess fyrr í vetur .

* ÍSLENSKU landsliðsmennirnir og markahrókarnir Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson léku báðir allan leikinn með Lyn og skoraði Jóhann mark liðsins úr vítaspyrnu.