Þegar hnígur húm að Þorra, oft ég hygg til feðra vorra, og þá fyrst og fremst til Snorra, sem framdi Háttatal Áður sat hann skýr að Skúla, og þar skálda lét sinn túla, bæði um hann og Hákon fúla, sem hirti frelsi vort Fögur knáttu gullker geiga, sem að...
Þegar hnígur húm að Þorra,

oft ég hygg til feðra vorra,

og þá fyrst og fremst til Snorra,

sem framdi Háttatal

Áður sat hann skýr að Skúla,

og þar skálda lét sinn túla,

bæði um hann og Hákon fúla,

sem hirti frelsi vort

Fögur knáttu gullker geiga,

sem að gaman væri að eiga,

full af safa sætra veiga,

er sveif á alla drótt

Snorri kallinn kunni að svalla,

og að kæta rekka snjalla,

þegar húmi tók að halla,

í höllu Skúla jarls

- - -

Hannes Hafstein