Margir eiga í fórum sínum gömul kökubox sem eru lítið sem ekkert notuð og farið er að sjá verulega á.
Margir eiga í fórum sínum gömul kökubox sem eru lítið sem ekkert notuð og farið er að sjá verulega á. En það er ekki ástæða til að kasta þeim að sinni heldur má láta þau ganga í endurnýjun lífdaga með því að líma á þau fallegan pappír af einhverju tagi, jafnvel myndir úr dagblöðum eða tímaritum. Þegar límið er þurrt má lakka dósirnar með glæru lakki og þá varðveitast herlegheitin lengi, lengi.