Dísarunnar eða sýrenur má klippa niður í 25-30 sentimetra hæð að vetri til. Það fara að verða síðustu forvöð að snyrta þessa fallegu runna til fyrir vorið.
Dísarunnar eða sýrenur má klippa niður í 25-30 sentimetra hæð að vetri til. Það fara að verða síðustu forvöð að snyrta þessa fallegu runna til fyrir vorið. Þessir runnar eru frægir fyrir blómfegurð en blómskúfar þeirra eru oftast fjólubláir eða rauðleitir. Á frönsku kallast þeir lila og þaðan er litarheitið lillablátt. Tegundin bogsírna (S-reflexa) frá Kína vex hér allvel sem og gljásírena (S-josikaea) og loðsýrena (S-villosa) þrífast hér líka nokkuð vel.