Um áttatíu manns á öllum aldri komu saman á Ráðhústorgi á Akureyri á sunnudagskvöld og mótmæltu yfirvofandi árás Bandaríkjanna á Írak. Aðgerðin var þáttur í alþjóðlegum mótmælum sem fram fóru í um 130 löndum klukkan 19 að staðartíma.

Um áttatíu manns á öllum aldri komu saman á Ráðhústorgi á Akureyri á sunnudagskvöld og mótmæltu yfirvofandi árás

Bandaríkjanna á Írak. Aðgerðin var þáttur í alþjóðlegum mótmælum sem fram fóru í um 130 löndum klukkan 19 að staðartíma. Mótmælin voru þögul en kveikt var á friðarkertum til að sýna samstöðu gegn yfirvofandi stríði.