ARKITEKTAFÉLAG Íslands hefur óskað bréflega eftir því að ræða við borgaryfirvöld um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Vill félagið að haldin verði alþjóðleg samkeppni um skipulag svæðisins í heild, þar sem framtíðarnotkun þess verði mótuð.

ARKITEKTAFÉLAG Íslands hefur óskað bréflega eftir því að ræða við borgaryfirvöld um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Vill félagið að haldin verði alþjóðleg samkeppni um skipulag svæðisins í heild, þar sem framtíðarnotkun þess verði mótuð.

Valdís Bjarnadóttir, formaður félagsins, segir mikilvægt að heildarsýn fyrir svæðið verði þróuð áður en farið verður út í að búta það niður í litla hluta og skipuleggja einn af öðrum. "Við erum að fara fram á að haldin verði samkeppni um svæðið í heild. Hugmyndir okkar núna eru að það verði haldin alþjóðleg samkeppni, það er gríðarmikið mál að undirbúa hana og okkur finnst eðlilegt að það verði byrjað að ræða þetta og móta stefnu um hvernig borgin vilji standa þarna að skipulagi," sagði Valdís.

Valdís segir að tímabært sé að ræða skipulag á svæðinu, á næstu árum verði hlutar af svæðinu skipulagðir og því sé eðlilegt að horfa fram á veginn. Ef gert verði of mikið af því að búta svæðið niður séu líkur á að ekki verði hægt að fá góða heildarsýn síðar.