FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ samþykkti í gær kaup hins svokallaða S-hóps á 45,8% í Búnaðarbanka Íslands, en setti skilyrði sem kaupendur ætla að samþykkja.

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ samþykkti í gær kaup hins svokallaða S-hóps á 45,8% í Búnaðarbanka Íslands, en setti skilyrði sem kaupendur ætla að samþykkja. Þeir ætla að reiða fram rúmlega sjö milljarða króna, af 11,9 milljarða kaupverði, í vikunni til þess að hafa 27,48% atkvæða á aðalfundi bankans á laugardaginn.

Meðal annars setur Fjármálaeftirlitið það skilyrði að kaupendur skuldbindi sig til að tilkynna því með nægjanlegum fyrirvara tímasetningu fullra aðilaskipta að hinum seldu hlutum í bankanum.