Smalamennirnir Sigurður Ólafsson Borgarnesi, Guðmundur Finnsson Varmalandi og Hlynur Klemenzson Dýrastöðum komu af fjalli úr síðustu smalamennsku með nokkrar kindur. Alls heimtust 20 kindur af fjalli.
Smalamennirnir Sigurður Ólafsson Borgarnesi, Guðmundur Finnsson Varmalandi og Hlynur Klemenzson Dýrastöðum komu af fjalli úr síðustu smalamennsku með nokkrar kindur. Alls heimtust 20 kindur af fjalli.
SMALAMENN úr Borgarfirði, ásamt tíkinni Tátu Klementínu, hafa síðustu þrjár helgar farið inn á Sanddal og Mjóadal, sem liggur inn af Norðurárdal að sýslumörkum Dalasýslu, til að freista þess að ná eftirlegukindum sem vitað var um á þessu svæði.

SMALAMENN úr Borgarfirði, ásamt tíkinni Tátu Klementínu, hafa síðustu þrjár helgar farið inn á Sanddal og Mjóadal, sem liggur inn af Norðurárdal að sýslumörkum Dalasýslu, til að freista þess að ná eftirlegukindum sem vitað var um á þessu svæði. Á móti þeim komu þrír menn vestan úr Miðdölum í Dalasýslu. Samtals náðu þeir tuttugu kindum í þessum þremur smalaferðum. Ekki gekk það átakalaust, enda kindurnar styggar eftir útileguna. Hjalti Vésteinsson frá Fellsenda í Miðdölum lagði sig í hættu við að síga í björg til að sækja kindur og tókst það með miklum ágætum.

Kindurnar komu víða að, úr Norðurárdal, Stafholtstungum og Þverárhlíð í Mýrasýslu og úr Miðdölum.

Það fylgir fólksfækkun í sveitunum að fjallskil ganga illa miðað við það sem áður var þegar smalað var á hverjum bæ.