Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum, flóatetur, fífusund, fífilbrekka, smáragrund, yður hjá ég alla stund uni best í sæld og þrautum, fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum.

Fífilbrekka, gróin grund,

grösug hlíð með berjalautum,

flóatetur, fífusund,

fífilbrekka, smáragrund,

yður hjá ég alla stund

uni best í sæld og þrautum,

fífilbrekka, gróin grund,

grösug hlíð með berjalautum.

Gljúfrabúi, gamli foss,

gilið mitt í klettaþröngum,

góða skarð með grasahnoss,

gljúfrabúi, hvítur foss,

verið hefur vel með oss,

verða mun það ennþá löngum,

gljúfrabúi, gamli foss,

gilið mitt í klettaþröngum.

Bunulækur blár og tær,

bakkafögur á í hvammi,

sólarylur, blíður blær,

bunulækur fagurtær,

yndið vekja ykkur nær

allra best í dalnum frammi,

bunulækur blár og tær,

bakkafögur á í hvammi.

- - -

Jónas Hallgrímsson