Sala á lambakjöti jókst um 16,3% á síðasta ársfjórðungi. Salan í desember jókst um 20%, í janúar var aukningin 13,8% og í febrúar nam hún 16,9%. Heildarhlutdeild kindakjöts á kjötmarkaði síðastliðna 12 mánuði er 30,6%.
Sala á lambakjöti jókst um 16,3% á síðasta ársfjórðungi. Salan í desember jókst um 20%, í janúar var aukningin 13,8% og í febrúar nam hún 16,9%. Heildarhlutdeild kindakjöts á kjötmarkaði síðastliðna 12 mánuði er 30,6%. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi sauðfjárbænda selst engin kjöttegund því betur núna en lambakjöt. Sauðfjárbændur benda á að lambakjöt njóti mikillar tryggðar hjá neytendum enda um hágæðavöru að ræða sem sloppið hefur að mestu við vandamál í framleiðslu.