STEFNT er að undirritun endanlegra samninga í dag milli Landsvirkjunar og Impregilo um gerð stíflu og aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar. Beðið var með þá undirskrift þar til samningar við Alcoa voru frágengnir, en þeir voru undirritaðir sl.

STEFNT er að undirritun endanlegra samninga í dag milli Landsvirkjunar og Impregilo um gerð stíflu og aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar. Beðið var með þá undirskrift þar til samningar við Alcoa voru frágengnir, en þeir voru undirritaðir sl. laugardag eins og fram hefur komið í blaðinu.

Ítalska verktakafyrirtækið áformar að hefja framkvæmdir af fullum þunga í næsta mánuði en það hefur nú þegar opnað skrifstofu í Reykjavík og skrifstofa var einnig opnuð á Egilsstöðum í síðustu viku, sem er bráðabirgðahúsnæði þar til að vinnubúðum hefur verið komið upp við Kárahnjúka. Starfsmenn Impregilo hafa að undanförnu verið við mælingar á Kárahnjúkasvæðinu og ýmsan annan undirbúning.