EKKERT amaði að þýskum hjónum sem á þriðja tug björgunarsveitarmanna svipaðist um eftir á hálendinu norðan Mýrdalsjökuls en leitin hófst þar sem hjónin höfðu ekki látið vita af ferðum sínum eins og um var samið.

EKKERT amaði að þýskum hjónum sem á þriðja tug björgunarsveitarmanna svipaðist um eftir á hálendinu norðan Mýrdalsjökuls en leitin hófst þar sem hjónin höfðu ekki látið vita af ferðum sínum eins og um var samið. Björgunarsveitarmenn komu að tjaldi þeirra um fjóra kílómetra suðvestur af Landmannalaugum og vöktu þau af værum svefni

Að sögn Jóns Hermannssonar, svæðisstjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var sími hjónanna bilaður og gátu þau því ekki hringt til byggða. Hjónin gera ráð fyrir að koma til byggða á laugardag en þau hafa þá gengið um hálendið á snjóþrúgum í tæplega tvær vikur.