Kapellan á Kirkjubæjarklaustri.
Kapellan á Kirkjubæjarklaustri.
FRÆÐSLUKVÖLD verður haldið fimmtudagskvöldið 20. mars nk. í Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Efni þessa fræðslukvölds er helgað sorg barna. Eftir flutning erindanna verða fyrirspurnir og umræður.

FRÆÐSLUKVÖLD verður haldið fimmtudagskvöldið 20. mars nk. í Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri.

Efni þessa fræðslukvölds er helgað sorg barna. Eftir flutning erindanna verða fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri er Guðmundur Óli Sigurgeirsson, tónlist mun Brian Bacon organisti flytja milli erinda. Allar nánari upplýsingar veitir sóknarprestur Kirkjubæjarklaustursprestakalls í síma 4874618. Fræðslukvöldið er öllum opið og ókeypis er inn.

Dagskráin er sem hér segir: "Hann mun þerra hvert tár - Sorg og sorgarviðbrögð, Sr. Bryndís Malla Elídóttir, sóknarprestur. Sorgin gleymir engum.- Sorg barna, Sr. Bryndís Malla Elídóttir, sóknarprestur. Leikurinn, Þórunn Júlíusdóttir, leikskólastjóri - Kaffihlé. Líkami og sál, Dagný Zoëga, hjúkrunarfræðingur. Umræður og fyrirspurnir

Sr. Baldur Gautur Baldursson.