Björgólfur Guðmundsson frá Landsbankanka, Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri skoða  sýninguna.
Björgólfur Guðmundsson frá Landsbankanka, Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri skoða sýninguna.
LANDSBANKI Íslands afhenti um liðna helgi Saltfisksetrinu í Grindavík eftirmynd listaverksins Saltfiskstöflun eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval í fullri stærð. Útibú Landsbanka Íslands í Grindavík var stofnað 14.

LANDSBANKI Íslands afhenti um liðna helgi Saltfisksetrinu í Grindavík eftirmynd listaverksins Saltfiskstöflun eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval í fullri stærð.

Útibú Landsbanka Íslands í Grindavík var stofnað 14. mars 1963 og fór afhendingin fram á 40 ára afmæli útibúsins.

Upprunalega myndin er á langvegg Landsbankans, annarri hæð, máluð 1924-25. Kjarval var fenginn til mála myndina eftir að nýtt Landsbankahús var reist eftir húsbrunann mikla árið 1915.

Verkið þykir einstakt í sinni röð og er með fyrstu stórvirkjum sem J.S. Kjarval málaði eftir að hann kom heim úr námi.