BÆJARSTJÓRN Sandgerðis hefur samþykkt tilboð A. Pálssonar í gatnagerð í tvær nýjar götur í bænum, Bogabraut og Lækjarmót.

BÆJARSTJÓRN Sandgerðis hefur samþykkt tilboð A. Pálssonar í gatnagerð í tvær nýjar götur í bænum, Bogabraut og Lækjarmót. Þá samþykkti bærinn einnig tilboð sama aðila í endurbyggingu lagna og gangstétta í Austurgötu, Suðurgötu, Túngötu, Hlíðargötu og Vallargötu. A. Pálsson átti lægsta tilboð í bæði verkin, 9,3 milljónir eða um 75,8% af kostnaðaráætlun við gatnagerðina og 5,9 milljónir, eða 74,1%, í endurbyggingu lagna og gangstétta.

Einnig hefur bærinn samþykkt tilboð í endurbyggingu gangstétta og lagna frá Nesprýði. Tilboðið hljóðar upp á um 42,8 milljónir króna eða um 72,3% af kostnaðaráætlun.