James Hensel
James Hensel
JAMES Hensel, fyrrum aðstoðarforstjóri Columbia Ventures, móðurfélags Norðuráls, er forstjóri HemCon. Hensel er í stjórn Norðuráls og leiddi uppbyggingu álvers fyrirtækisins á Grundartanga. Hensel hætti hjá Columbia Ventures 1.

JAMES Hensel, fyrrum aðstoðarforstjóri Columbia Ventures, móðurfélags Norðuráls, er forstjóri HemCon. Hensel er í stjórn Norðuráls og leiddi uppbyggingu álvers fyrirtækisins á Grundartanga.

Hensel hætti hjá Columbia Ventures 1. mars á síðasta ári og hóf þá strax störf fyrir HemCon. Spurður um verðmæti samnings HemCon við bandaríska herinn segir hann að fyrirtækið eigi óafgreiddar um tveggja milljóna dollara pantanir.

Hensel segir að tæknin sem um ræðir hafi verið þróuð í Portland í Oregon, hjá Oregon Medical Laser Center, sem er hluti af Providence sjúkrahúsinu. "Þegar ég kom til liðs við HemCon var fyrirtækið aðeins skipað tveimur stofnendum þess. Þeir unnu við tæknilega þróun, en réðu mig til að reka fyrirtækið og byggja það upp. Við keyptum tæknina af sjúkrahúsinu, fengum samþykki bandaríska lyfjaeftirlitsins og byggðum upp verksmiðju í Portland," segir hann.

Starfsmenn eru nú 15 talsins og á föstudaginn fór fyrsta sendingin af stað til bandaríska hersins.