FEÐGARNIR Borgþór Kjærnested og Pétur Friðfinnur Kjærnested hafa bæst í þann hóp Íslendinga sem haldið hafa sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins Ísland-Palestína til hinnar herteknu Palestínu.
FEÐGARNIR Borgþór Kjærnested og Pétur Friðfinnur Kjærnested hafa bæst í þann hóp Íslendinga sem haldið hafa sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins Ísland-Palestína til hinnar herteknu Palestínu. Alls hafa nú 15 manns farið frá Íslandi á tæpu ári til eftirlits- og hjálparstarfa í samvinnu við Sameinuðu palestínsku læknishjálparnefndina (UPMRC) og Grasrótar alþjóða-vernd fyrir Palestínu. Feðgarnir komu til Austur Jerúsalem 6. mars og héldu þaðan til Ramallah. Þar hittu þeir dr. Mustafa Barghouthi, forseta UPMRC, ásamt því að þeir fóru til höfuðstöðva Yassir Arafat, forseta Palestínu. Þeir munu dveljast í hertekinni Palestínu í mánaðartíma þar sem þeir munu taka þátt í hjálparstarfinu og flytja frásagnir þaðan.