Anneli Jäätteenmäki, formaður Miðflokksins, fagnar kosningaúrslitunum ásamt Eero Lankia, framkvæmdastjóra flokksins (t.v.).
Anneli Jäätteenmäki, formaður Miðflokksins, fagnar kosningaúrslitunum ásamt Eero Lankia, framkvæmdastjóra flokksins (t.v.).
SIGUR finnska Miðflokksins í þingkosningunum á sunnudag gat vart verið naumari. Samkvæmt lokaniðurstöðum atkvæðatalningar hlaut hann innan við 7.000 fleiri atkvæði en Jafnaðarmannaflokkurinn. 4,2 milljónir voru á kjörskrá og kjörsókn var um 70%.

SIGUR finnska Miðflokksins í þingkosningunum á sunnudag gat vart verið naumari. Samkvæmt lokaniðurstöðum atkvæðatalningar hlaut hann innan við 7.000 fleiri atkvæði en Jafnaðarmannaflokkurinn. 4,2 milljónir voru á kjörskrá og kjörsókn var um 70%.

Miðflokkurinn fékk 24,8% og 55 menn kjörna, af þeim 200 sem sæti eiga á finnska þjóðþinginu. Það er 2,4% fylgisaukning miðað við niðurstöður kosninganna 1999. Jafnaðarmenn fengu 24,5% og 53 fulltrúa kjörna. Það er 1,6% fylgisaukning frá því síðast. Þetta þýðir að flokkarnir tveir hafa samanlagt starfhæfan meirihluta á þingi, 108 af 200.

Hægrimenn töpuðu 2,5% frá því 1999. Sameiningarflokkurinn fékk nú 18,5% og missti sex þingmenn, úr 46 í 40.

En þar sem borgaralegu flokkarnir - þ.e. Miðflokkurinn, hægrimenn (Sameiningarflokkurinn), kristilegir demókratar og Sænski þjóðarflokkurinn - hafa samtals 110 þingsæti vilja sumir trúa því að nú sé lag að mynda hægristjórn. Slík stjórn var við stjórnvölinn í Finnlandi 1991-1995 (undir forystu Esko Aho, þáverandi leiðtoga Miðflokksins) og var það fyrsta "hrein-borgaralega" stjórnin í landinu í áratugi.

Umboðið til stjórnarmyndunar fær Jäätteenmäki formlega í hendurnar eftir að hið nýkjörna þing kemur fyrst saman í næstu viku. Hún yrði fyrsti kvenforsætisráðherrann í sögu Finnlands.

Helsinki. AFP.