Dagur Ingvarsson
Dagur Ingvarsson
DAGUR Ingvarsson, sem nýlega fór sem sjálfboðaliði til Íraks á vegum Friðar 2000 og alþjóðlegra samtaka vegna verkefnisins Human Shield, fékk ekki vegabréfsáritun inn í landið er hann hugðist halda þangað öðru sinni eftir að hafa þurft að fara óvænt til...

DAGUR Ingvarsson, sem nýlega fór sem sjálfboðaliði til Íraks á vegum Friðar 2000 og alþjóðlegra samtaka vegna verkefnisins Human Shield, fékk ekki vegabréfsáritun inn í landið er hann hugðist halda þangað öðru sinni eftir að hafa þurft að fara óvænt til Jórdaníu. Hann er því kominn til Danmerkur og fór þaðan til fiskveiða. Er hann væntanlegur til Íslands síðar í vikunni.

Ástæða þess að hann fór til Jórdaníu var sú að hann þurfti að láta gera við gervihnattasíma sinn, en þegar hann hugðist snúa aftur til Íraks var honum neitað um áritun inn í landið eftir deilur sem spruttu upp milli stofnunar í Íraks og samtaka sem starfa að verkefninu Human Shield.

Að sögn Ástþórs Magnússonar mun deilan hafa snúist um það hvar meðlimir samtakanna ættu að vinna, en þeir hafa það að markmiði að fyrirbyggja stríð í Írak með veru sinni á samfélagslega mikilvægum stöðum, s.s. sjúkrahúsum og skólum.

Allmargir Vesturlandabúar héldu til Íraks á síðustu vikum til að sýna samstöðu með þjóðinni.