ALLY McCoist, fyrrverandi landsliðsmiðherji Skota í knattspyrnu, hefur hvatt Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skota, til að velja Datten Fletcher, hinn 19 ára gamla miðjumann Manchester United, í landsliðshópinn sem mætir Íslendingum á Hampden Park í...

ALLY McCoist, fyrrverandi landsliðsmiðherji Skota í knattspyrnu, hefur hvatt Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skota, til að velja Datten Fletcher, hinn 19 ára gamla miðjumann Manchester United, í landsliðshópinn sem mætir Íslendingum á Hampden Park í Glasgow um aðra helgi. Vogts tilkynnir landsliðshóp sinn á morgun.

Flecther er nýjasta ungstirnið hjá United en hann fékk að spreyta sig í fyrsta skipti í byrjunarliði liðsins í 1:1 jafnteflinu á móti Basel í Meistaradeildinni í síðustu viku. Fletcher er af mörgum kallaður "litli Beckham" og bindur Alex Ferguson, stjóri Manchester United, miklar vonir við leikmanninn í framtíðinni.

McCoist segir engan skaða fyrir Vogts að velja Fletcher og hann eigi ekki að hika við að kalla strákinn inn í hópinn.