Frankie Muniz leikur nokkurs konar Bond með unglingabólur.
Frankie Muniz leikur nokkurs konar Bond með unglingabólur.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
AÐRA vikuna í röð trónir gamanmyndin Allt vitlaust (Bringing Down The House) á toppi bandaríska bíólistans. Þótt aðsóknin á myndina hafi dalað eitthvað er hún enn langvinsælust og greinilegt að kynþáttagrínið fellur vel í kramið hjá Kananum.

AÐRA vikuna í röð trónir gamanmyndin Allt vitlaust (Bringing Down The House) á toppi bandaríska bíólistans. Þótt aðsóknin á myndina hafi dalað eitthvað er hún enn langvinsælust og greinilegt að kynþáttagrínið fellur vel í kramið hjá Kananum.

Spekingar hafa ráðið úr vinsældum myndarinnar að Óskarsumræðan - sem nú er að ná algleymingi - hafi hjálpað henni töluvert. Aðalleikarar myndarinnar Queen Latifah og Steve Martin tengjast nefnilega komandi Óskarsathöfn töluvert, Latifah er tilnefnd til verðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Chicago, á meðan Martin verður kynnir athafnarinnar. Þrjár myndanna sem frumsýndar voru á föstudag náðu inn á lista yfir þær tíu tekjuhæstu. Bestum árangri náði Ungi njósnarinn (Agent Cody Banks) spennugrín ætlað unglingum með Frankie Muniz úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Malcholm í miðjunni í aðalhlutverki.

Veiðin (The Hunting) nýjasta spennumynd hins gamalreynda Williams Friedkins (Frönsku tengslin, Særingarmaðurinn) með þeim Benicio Del Toro og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum. Hér er á ferð eltingaleikur í anda Flóttamannsins (The Fugitive) og fyrstu Rambo-myndarinnar (First Blood). Í myndinni er fyrrum hermaður sem gengið hefur af göflunum (Del Toro) hundeltur af gamla þjálfaranum sínum (Jones).

Þriðja nýja myndin sem nær inn á topp tíu er svo hrollvekjan Willard, endurgerð samnefndrar mynd frá 1971, með Crispin Glover í aðalhlutverki en hann hefur vart sést síðan hann sló í gegn sem nördalegur pabbi Marty McFly í Aftur til framtíðar-myndunum.

Þessi fyrsta mynd leikstjórans Glens Morgans hefur víða hlotið fína dóma og er sögð rakin költ-klassík. Glover þykir líka fæddur í hlutverk sérvitrings sem auðveldara á með samskipti við rottur en menn.