ALLIR nemendur Laugargerðisskóla tóku þátt í árshátíðinni sem haldin var nýlega. Nemendurnir settu upp leikritið ,,Dýrin í Hálsaskógi" eftir Thorbjörn Egner í eilítið styttri útgáfu.
ALLIR nemendur Laugargerðisskóla tóku þátt í árshátíðinni sem haldin var nýlega. Nemendurnir settu upp leikritið ,,Dýrin í Hálsaskógi" eftir Thorbjörn Egner í eilítið styttri útgáfu. Steinunn Pálsdóttir tónlistarkennari annaðist útsetningu og fluttu nemendur einnig tónlist við leikritið. Fjölmennt var á sýningunni og gestir frá flestum bæjum í sveitinni enda árshátíðin orðin fastur liður í menningarlífi Eyja- og Miklaholtshrepps.