* GUNNAR Berg Viktorsson skoraði eitt mark fyrir Paris þegar liðið vann Ivry, 26:25, á útivelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Paris er fjórða sæti í deildinni, 10 stigum á eftir Montpellier sem trónir á toppnum.

* GUNNAR Berg Viktorsson skoraði eitt mark fyrir Paris þegar liðið vann Ivry, 26:25, á útivelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Paris er fjórða sæti í deildinni, 10 stigum á eftir Montpellier sem trónir á toppnum.

*ARNAR Grétarsson var valinn í lið vikunnar í belgíska dagblaðinu Het Nieuwsblad eftir leiki síðustu helgar og var útnefndur maður leiksins í sigri Loke ren á Gent , 5:1, sl. laugardag.

* ARNAR skoraði tvö mörk í leiknum en lék aðeins í 47. mínútur vegna smávægilegra meiðsla. Hann fékk 4 í einkunn hjá dagblaðinu, Rúnar Kristinsson fékk 3, en Arnar Þór Viðarsson og Marel Baldvinsson 2. Het Laatste Nieuws fer mjög lofsamlegum orðum um frammistöðu Arnars í leiknum og segir hann hafa verið hjartað í leik Lokeren að þessu sinni.

* VALERI Karpin gefur ekki kost á sér í rússneska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Albaníu síðar í þessum mánuði í undankeppni EM. Karpin hefur leikið einkar vel með Real Sociedad í vetur. Hann segist alls ekki eiga von á að hann leiki oftar með rússneska landsliðinu. Karpin er 34 ára gamall.

* SVEN-Göran Eriksson , landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segir ekkert hæft í þeim yfirlýsingum Sir Alex Fergusons , knattspyrnustjóra Manchester United , á dögunum að hann hafi verið búinn að handsala samning þess efnis að taka við Manchester-liðinu í fyrrasumar, en þá stóð til að Ferguson hætti. "Ég hef aldrei átt í samningaviðræðum við félagslið á þeim tíma sem ég hef stýrt enska landsliðinu," sagði Eriksson í gær. Orð Erikssons styðja yfirlýsingar forráðamanna Manchester United um sama efni.

* SVETLANA Feofanova , stangarstökkvari frá Rússlandi , fékk jafnvirði nærri 4 millj. króna frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu, IAAF, fyrir að setja heimsmet á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Birmingham síðasta sunnudag. IAAF hefur á nokkrum undanförnum heimsmeistaramótum greitt fyrir heimsmet sem sett eru á mótunum en met Feofanovu í stangarstökki kvenna, 4,80 metrar, var hið eina sem sett var að þessu sinni.

* SERGEI Bubka , heimsmethafi í stangarstökki karla, afhenti Feofanovu gullverðlaunin í Birmingham og um leið ávísun upp á 50.000 Bandaríkjadali.

* BANDARÍKJAMENN unnu flest verðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum, alls 17, þar af voru tíu gullverðlaun. Rússar komu næstir með 12 verðlaunapeninga. Frændur vorir Svíar, unnu fern verðlaun, öll úr gulli.