MEIÐSL þau sem Arnar Grétarsson varð fyrir í leik með Lokeren sl. laugardag eru ekki alvarlegri en svo að hann gat tekið þátt í æfingu með liðinu í gær. Hann varð að fara af leikvelli á 47. mínútu viðureignar Lokeren og Gent í belgísku 1.
MEIÐSL þau sem Arnar Grétarsson varð fyrir í leik með Lokeren sl. laugardag eru ekki alvarlegri en svo að hann gat tekið þátt í æfingu með liðinu í gær. Hann varð að fara af leikvelli á 47. mínútu viðureignar Lokeren og Gent í belgísku 1. deildinni eftir að hafa skorað tvö mörk. Arnar ætti þess vegna að vera klár í slaginn þegar íslenska landsliðið kemur saman í næstu viku vegna landsleiksins við Skota sem fram fer á Hampden Park um aðra helgi en Arnar var á ný kallaður inn í landsliðið, eftir nokkurt hlé, þegar það var valið undir lok síðustu viku.