ÞAÐ var sannkölluð karnivalstemning í Háteigsskóla á föstudag en þá var lokadagur þemadaga skólans sem fjölluðu um fjölmenningu að þessu sinni.

ÞAÐ var sannkölluð karnivalstemning í Háteigsskóla á föstudag en þá var lokadagur þemadaga skólans sem fjölluðu um fjölmenningu að þessu sinni. Á dögunum bjuggu nemendur til alheimsþorp með heimilum og verslunum á ýmsum stöðum á hnettinum, lærðu leiki, lög og dansa frá öllum heimshornum, æfðu leikrit, bjuggu til fréttablað, kynntu brúðkaupssiði víða um heim, matar- og sælgætisgerð, pappírsbrot, stafagerð og margt fleira.

Unglingarnir í skólanum fengu m.a. kynningu á skiptinemasamtökum, heimsóttu Alþjóðahúsið og sendiráð, reyndu að skilja betur kynþáttafordóma með því að nota

leikræna tjáningu og kynntu sér þjóðsögur frá öllum heimsálfum.

Á föstudag var svo lífleg uppskeruhátíð þar sem ættingjum var boðið að skoða sýnilegan afrakstur vinnunnar og er ekki annað að sjá en að nóg hafi borið fyrir augu þeirra gesta sem litu við í Háteigsskóla þennan dag.