UNNAR voru skemmdir á tveimur bensíndælum við bensínstöð Olís á Höfn í Hornafirði um helgina. Jafnframt var brotin rúða í fiskvinnsluhúsi og tilraun gerð til innbrots. Mikil unglingadrykkja var í bænum að sögn lögreglunnar.
UNNAR voru skemmdir á tveimur bensíndælum við bensínstöð Olís á Höfn í Hornafirði um helgina. Jafnframt var brotin rúða í fiskvinnsluhúsi og tilraun gerð til innbrots. Mikil unglingadrykkja var í bænum að sögn lögreglunnar. Þá telur lögregla að gott veður hafi orðið til þess að ungmennin voru útivið fram eftir nóttu. Fylgdi því hávaði og fyrirgangur og bar bærinn merki skemmtunarinnar um morguninn.