EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík: ,,Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík mótmælir harðlega hækkunum á gjaldskrá Strætó bs. í Reykjavík og nágrenni.
EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík: ,,Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík mótmælir harðlega hækkunum á gjaldskrá Strætó bs. í Reykjavík og nágrenni. Þessi hækkun gengur á svig við markmið um eflingu almenningssamgangna, sem voru á stefnuskrá Reykjavíkurlistans í vor. Við minnum á bókun fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í samgöngunefnd Reykjavíkur þar sem hörmuð er ákvörðun stjórnar Strætó bs. um gjaldskrárhækkun án samráðs við samgöngunefnd Reykjavíkurborgar. Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík beinir því til fulltrúa Reykjavíkurlistans í stjórn Strætó bs. að fylgja þeirri stefnu sem fram kemur í málefnasamningnum vegna samstarfs um Reykjavíkurlistann fremur en að vinna gegn henni eins og nú er raunin."