26. mars 2003 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

Dagur varð að sætta sig við ósigur

Dagur Sigurðsson náði ekki að fagna með liði sínu í Japan, eins og hann gerði með landsliðinu á HM í Portúgal.
Dagur Sigurðsson náði ekki að fagna með liði sínu í Japan, eins og hann gerði með landsliðinu á HM í Portúgal.
DAGUR Sigurðsson og samherjar hans í japanska handknattleiksliðinu Wakunaga frá Hiroshima töpuðu um helgina fyrir Honda Suzuka í úrslitaleik um japanska meistaratitilinn.
DAGUR Sigurðsson og samherjar hans í japanska handknattleiksliðinu Wakunaga frá Hiroshima töpuðu um helgina fyrir Honda Suzuka í úrslitaleik um japanska meistaratitilinn. Leikurinn, sem fram fór í Tókýó, var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en að lokinni framlengingu, 34:33. Jafnt var að loknum hefðbundnum leiktíma, 29:29, en Honda-liðið var marki yfir í hálfleik, 16:15. Það varð einnig japanskur bikarmeistari á leiktíðinni. Með Honda leika m.a. Rússinn Stanislav Kulitchenko, sem eitt sinn lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg í Þýskalandi, og Frakkinn Stephane Stoeklin, en hann spilaði lengi í Þýskalandi og var ein helsta driffjöður franska landsliðsins í handknattleik þegar það varð heimsmeistari hér á landi fyrir átta árum. Honda hafði talsverða yfirburði í japönsku deildakeppninni og vann m.a. hverja eina og einustu viðureign í deildakeppninni en þær voru 21.

Dagur hefur þar með leikið sinn síðasta leik með Wakunga eftir þriggja ára veru í Japan en hann gerði á dögunum samning við austurríska liðið Post Bregenz. Verður Dagur þjálfari og leikmaður liðsins næstu tvö árin en Bregenz er á góðri leið með að verja austurríska meistaratitilinn um þessar mundir.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.