António Lobo Antunes
António Lobo Antunes
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BÓK portúgalska rithöfundarins António Lobo Antunes, The Inquisitors' Manual , eða Handbók rannsóknardómarans, var nýlega gefin út á ensku. Bókin, sem er sú 11. í röðinni af 15 sögum Antunes, er aðeins sú sjötta sem komið hefur út á ensku.
BÓK portúgalska rithöfundarins António Lobo Antunes, The Inquisitors' Manual , eða Handbók rannsóknardómarans, var nýlega gefin út á ensku. Bókin, sem er sú 11. í röðinni af 15 sögum Antunes, er aðeins sú sjötta sem komið hefur út á ensku. Að sögn New York Times er The Inquisitors' Manual ekki svo mikið dæmisaga um fasisma, heldur frekar sundurgreining á því hvernig hann smýgur inn í samfélög - fjölskyldur, mannshugann, líkamann - og þau sár sem hann skilur eftir sig. Hrokinn, grimmdin og siðferðlega vesöldin sem Antunes lýsir í skrifum sínum þykir þá minna um margt á skrif Williams Faulkners.

Ár drekans

MANNFRÆÐINGURINN, rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Keith Ladler hefur gert Yehonala, síðustu keisaraynju Kína, að umfjöllunarefni í nýjustu bók sinni The Last Empress -The She-Dragon of China , sem útleggja má sem Síðasta keisaraynjan - kínverski kvendrekinn. Saga Yehonala er heillandi að sögn gagnrýnanda Daily Telegraph, en með því að beita ýmsum klækjum og leynimakki náði þessi hjákona Hsien Feng keisara að halda stöðu keisaraynju lengst af síðari hluta 19. aldar. Fáir einstaklingar hafa þá þótt meira einkennandi fyrir þá spillingu sem ríkti í landinu á þeim tíma, en að sögn blaðsins má segja að langur valdatími hennar hafi tryggt fall keisaraveldisins.

Síðasta stúlkan

FRUMRAUN Stephans Collins-haw The Last Girl , eða Síðasta stúlkan, fær góða dóma hjá gagnrýnanda Guardian, sem segir söguna ótrúlega áhrifamikla frumraun. Sagan gerðist í Litháen og flakkar áreynslulaust milli nútímans og þess óróafulla tíma sem einkenndi mánuðina fyrir heimsstyrjöldina síðari. Í skrifum sínum tekur Collinshaw á jafn mikilvægum þáttum í sögu landsins og eyðileggingu fátækra hverfa gyðinga og hernámi Sovétmanna. Sagan er lagkennd og öðlast lesendur æ ríkari tilfinningu fyrir hörmungunum sem tímabilið einkenndi með hverjum nýjum kafla.

Tónlist og kynþáttafordómar

NÝJASTA bók bandaríska rithöfundarins Richards Powers The Time of Our Singing , sem útleggja má sem Á tímum söngva okkar, er fjölskyldusaga sem nær yfir fimm áratugi. Viðfangsefnið er blönduð fjölskylda sem í raun verður til í kjölfar kynþáttahaturs og telur Guardian sjaldgæft að finna skáldsögu sem nær jafn sterkum tilfinningalegum sem vitsmunalegum tökum á lesandanum. Powers nær í frásögn sinni að þróa einslags samband milli efniviðarins og uppbyggingar bókarinnar með því að nýta sér til fullnustu hugmyndina um blöndun.