Hellulögn framundan.
Hellulögn framundan.
Menn þurfa ekki að vera snillingar til að skilja að hlutverk bókmenntagagnrýni er tvíþætt: Í fyrsta lagi að túlka textann með skynsamlegum hætti og matreiða þá túlkun ofan í lesendur. Í öðru lagi að dæma bókmenntaverkið, meta það.
Menn þurfa ekki að vera snillingar til að skilja að hlutverk bókmenntagagnrýni er tvíþætt: Í fyrsta lagi að túlka textann með skynsamlegum hætti og matreiða þá túlkun ofan í lesendur. Í öðru lagi að dæma bókmenntaverkið, meta það. Þetta tvennt hangir saman því mat á gæðum listaverka verður ekki aðgreint skarplega frá staðhæfingum um þau (listaverkin). Ástæðan er m.a. sú að hugtök eins og bókmenntir, ljóð, skáldsaga o.s.frv. eru að nokkru leyti gildishlaðin. Segja má að hugtökin séu "Janusarhugtök" en heimspekingurinn Nowell-Smith taldi ýmis mikilvæg hugtök þeirrar gerðar (mér vitanlega ræddi hann ekki hugtök bókmenntafræðinnar). Hugtökin hafa sem sagt tvö "andlit", annað "staðreyndaandlit", hitt "matsandlit". Að segja að L sé ljóð er m.a. að segja a) að L fullnægi ákveðnum formlegum skilyrðum, innihaldi t.d. rím; b) að L sé nógu gott til að geta talist ljóð. Þýðir þetta að túlkun gagnrýnanda sé að miklu leyti subjektíf? Ekki endilega, gildisdómar eru ekki nauðsynlega smekksatriði. Það er ekkert smekksatriði að skáldsaga James Joyce Ulysess er eitt af mikilvægustu verkum nýstefnunnar. Það er heldur ekki smekksatriði hvort Lér konungur sé góður eða vondur gamanleikur. Það er einfaldlega ósatt að leikritið sé gamanleikur (á þetta bendir breski heimspekingurinn David Best). Auðvitað þarf slíkt hið sama ekki að gilda um gæði ljóða, kannski eru þau gæði öldungis smekkbundin.

Stefán Snævarr

Kistan

www.visir.is/kistan

Enn um Moore

Michael Moore fékk óskarsverðlaun fyrir að gagnrýna vopnaeign í Bandaríkjunum í hinni mögnuðu "Bowling for Columbine" en um helgina var gagnrýnin ekki lengur vel þegin. Það var engu líkara en áheyrendur hefðu gleymt að Michael Moore er verðlaunaður fyrir ágengni sína og nákvæmlega fyrir að segja allt það sem er óþægilegt og óviðeigandi til að koma sjónarmiðum á framfæri. En Akademíunni sem veitti honum verðlaunin leið greinilega engan veginn vel þegar hann beitti sömu aðferð á hátíðinni. Eftir uppákomuna benti Moore á að hin verðlaunaða heimildamynd hefði einmitt snúist um að ofbeldi sé ekki tæk leið til að leysa deilur. Hann fullyrti að flestir í salnum hefðu fagnað og engu skipti þó að nokkrir háværir menn hefðu náð að yfirgnæfa hann. Eftirá ber mönnum raunar engan veginn saman um hversu margir hafi fagnað og hversu margir baulað.

Ármann Jakobsson

Múrinn

www.murinn.is