Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, setur vorþingið  í gær.
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, setur vorþingið í gær.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu á vorþingi flokksins í gær að eitt af forgangsmálum flokksins á næsta kjörtímabili væri að hækka skattleysismörk, lækka virðisaukaskatt af matvælum og öðrum varningi sem ber nú...
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu á vorþingi flokksins í gær að eitt af forgangsmálum flokksins á næsta kjörtímabili væri að hækka skattleysismörk, lækka virðisaukaskatt af matvælum og öðrum varningi sem ber nú 14% virðisaukaskatt niður í 7% og verja þremur milljörðum árlega í hækkun barnabóta á næstu fjórum árum.

Öll börn fái 45 þús. kr. barnabætur til 18 ára aldurs

Meðal þess sem lagt er til í drögum að kosningastefnu Samfylkingarinnar, sem afgreiða á á þinginu í dag, er að skattleysismörkin verði hækkuð um rúmar 10 þúsund kr. á mánuði eða um 130 þúsund á ári. Ingibjörg sagði að með þessari aðgerð lækkaði skattbyrði á öllum um sömu krónutölu eða um 50 þúsund krónur á ári á einstaklingum og um 100 þúsund krónur á hjónum.

Einnig er lagt til að virðisaukaskattur á tónlist, ungbarnaföt og ungbarnavöru lækki úr 24,5% í 7% og að bækur verði undanþegnar virðisaukaskatti. Lagt er til að öll börn fái barnabætur til 18 ára aldurs að fjárhæð 45 þús. kr. óháð tekjum foreldra og að frítekjumörk tekjutengdra bóta verði hækkuð verulega. Þá er lagt til að fjórðungur af endurgreiðslu námslána verði frádráttarbær frá skatti í sjö ár eftir að námi lýkur og að 2.400 leiguíbúðir verði byggðar og keyptar á kjörtímabilinu með hagstæðum kjörum fyrir lágtekjufólk.

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, setti tveggja daga vorþing flokksins og sagði m.a. að framundan væru pólitísk stórtíðindi og hvatti hann alla flokksmenn til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að gera Ingibjörgu Sólrúnu að forsætisráðherra í vor.