ÍRÖSK fjölskylda á leið frá Bagdad. Var straumurinn mestur til norðurs og norðausturs út úr borginni, að því er virtist í átt til héraðsins Diala. Var ein bílalestin um 10 km löng og nokkuð var um, að fólk forðaði sér burt á hestvögnum.
ÍRÖSK fjölskylda á leið frá Bagdad. Var straumurinn mestur til norðurs og norðausturs út úr borginni, að því er virtist í átt til héraðsins Diala. Var ein bílalestin um 10 km löng og nokkuð var um, að fólk forðaði sér burt á hestvögnum. Flugskeyti var skotið á miðborg Bagdad í gær og miklar sprengingar kváðu við í borginni í gærkvöld. Var umferð nokkur fram eftir degi en undir kvöld var orðið þar undarlega hljótt en miklar biðraðir við allar bensínsölur.