KEFLAVÍK og Grindavík eru þau lið sem reyna hvað mest við þriggja stiga skotin í Intersport-deildinni og eru Keflvíkingar iðnastir við langskotin og í báðum liðum eru þrír leikmenn sem eru afar áberandi á þessu sviði leiksins.
KEFLAVÍK og Grindavík eru þau lið sem reyna hvað mest við þriggja stiga skotin í Intersport-deildinni og eru Keflvíkingar iðnastir við langskotin og í báðum liðum eru þrír leikmenn sem eru afar áberandi á þessu sviði leiksins.

Alls hafa leikmenn Keflvíkurliðsins tekið 821 þriggja stiga skot í vetur eða 29,3 skot að meðaltali í leik. 11,3 skot rata rétta leið í hverjum leik að meðaltali sem gerir 38,6 % nýtingu.

Grindvíkingar skora að meðaltali 9,2 þriggja stiga körfur í leik en liðið reynir 24,6 slík skot í hverjum leik. Nýting liðsins er einnig með ágætum eða 37,5%.

Í liði Grindvíkinga er Helgi Jónas Guðfinnsson sá sem tekur flest langskotin, Guðlaugur Eyjólfsson og Páll Axel Vilbergsson koma þar næstir í röðinni. Samanlagt skora þeir sjö þriggja stiga körfur í leik.

Í liði Keflvíkinga fara þeir Guðjón Skúlason, Magnús Gunnarsson og Damon Johnson fremstir í flokki.

Að meðaltali skorar þríeykið 7,2 körfur í leik úr þriggja stiga skotum.