* GRINDAVÍK fagnaði sigri í deildarkeppninni með 34 stigum að loknum 22 umferðum og Keflvíkingar voru með sama árangur, en Grindavík hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna.
* GRINDAVÍK fagnaði sigri í deildarkeppninni með 34 stigum að loknum 22 umferðum og Keflvíkingar voru með sama árangur, en Grindavík hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna.

* FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, notaði alls 16 leikmenn í deildarkeppninni en hann hefur notað 13 leikmenn í átta leikjum í úrslitakeppninni. Aðeins þrír leikmenn hafa leikið alla 30 leiki tímabilsins á Íslandsmótinu, Páll Axel Vilbergsson , Jóhann Ólafsson og Guðmundur Bragason .

* SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, notaði 15 leikmenn í deildarkeppninni en hann hefur enn ekki breytt leikmannahópnum í sex leikjum liðsins í úrslitakeppninni. Líkt og hjá grannliðinu hafa þrír leikmenn Keflavíkur leikið alla leiki Íslandsmótsins til þessa eða alls 28 leiki. Þeir eru Sverrir Sverrisson , Gunnar Einarsson og Damon S. Johnson .

* KEFLAVÍK hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum frá því að liðið sigraði í fyrsta sinn árið 1989. Liðið landaði titlinum á ný árið 1992 og varði hásætið 1993. Árið 1997 og 1999 varð Keflavík meistari á ný. Keflavík lagði Grindavík að velli í úrslitum árið 1997 eftir að hafa tapað gegn liðinu í úrslitum árið áður.

* SIGURÐUR Ingimundarson , Guðjón Skúlason og Falur Harðarson voru allir í liði Keflavíkur sem fagnaði titlinum í fyrsta sinn árið 1989.

* SIGURÐUR og Guðjón voru einnig í liðinu árið 1992, 1993, en Sigurður var þjálfari liðsins árið 1997 er liðið vann á ný með Guðjón , Fal , Gunnar Einarsson og Damon Johnson innanborðs. Árið 1999 var Sigurður einnig þjálfari og þá léku einnig Guðjón , Falur , Damon og Gunnar með liðinu auk þeirra Gunnars Stefánssonar , Jóns Norðdals Hafsteinssonar og Magnúsar Gunnarssonar .

* GRINDVÍKINGAR hafa aðeins einu sinni orðið Íslandsmeistarar en það var árið 1996 er liðið hafði betur gegn Keflvíkingum í úrslitum, 4:2, en þá gátu úrslitaleikirnir orðið sjö alls. Friðrik Ingi Rúnarsson var þá þjálfari Grindvíkinga líkt og í dag.

Guðlaugur Eyjólfsson , Helgi Jónas Guðfinnsson , Guðmundur Bragason og Páll Axel Vilbergsson voru í liði Grindavíkur árið 1996.