Starfsemi Byrgisins verður innan skamms flutt frá Rockville á Suðurnesjum.
Starfsemi Byrgisins verður innan skamms flutt frá Rockville á Suðurnesjum.
UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um kaup ríkissjóðs á hluta jarðar Efri-Brúar í Grímsnesi auk mannvirkja og lausafjár og er ætlunin að leysa þar með húsnæðisvanda Byrgisins, sem rekið hefur endurhæfingarsambýli í Rockville, að því er fram kemur í...
UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um kaup ríkissjóðs á hluta jarðar Efri-Brúar í Grímsnesi auk mannvirkja og lausafjár og er ætlunin að leysa þar með húsnæðisvanda Byrgisins, sem rekið hefur endurhæfingarsambýli í Rockville, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Um er að ræða húsakynni tengd ferðaþjónustu, sem rekin var að Efri-Brú, og spildu umhverfis þau og er kaupverð 118 milljónir króna. Fyrirhugað er að gera samning við Byrgið um afnot af húsnæðinu fyrir starfsemi þess en kaupin byggjast á nýlegri samþykkt ríkisstjórnarinnar sem byggð var á niðurstöðu vinnuhóps á vegum nokkurra ráðuneyta um húsnæðismál Byrgisins.