FULLTRÚAR hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun segja að stjórn heilsugæslunnar í Reykjavík hafi ekki komið með nein ný tilboð á árangurslausum fundi sem haldinn var í fyrradag til að reyna að leysa ágreining um akstursfyrirkomulag.
FULLTRÚAR hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun segja að stjórn heilsugæslunnar í Reykjavík hafi ekki komið með nein ný tilboð á árangurslausum fundi sem haldinn var í fyrradag til að reyna að leysa ágreining um akstursfyrirkomulag. Þeir segja ágreininginn tilkominn vegna mismunandi túlkunar á reglunum en að á fundinum hafi greinilega komið fram að stjórnin vilji eingöngu að starfsmennirnir breyti túlkun sinni. Þá hafi þeir verið varaðir við hugsanlegum afleiðingum uppsagna.