Jewel heillar Randy upp úr skónum - og fer létt með!
Jewel heillar Randy upp úr skónum - og fer létt með!
MARGIR ágætis leikarar fara á kostum í bandarísku kvikmyndinni Kvöld á barnum frá árinu 2001.
MARGIR ágætis leikarar fara á kostum í bandarísku kvikmyndinni Kvöld á barnum frá árinu 2001. En samkvæmt leikstjóranum Harald Zwart, er myndin svört kómedía sem fjallar um það vald sem konur hafa yfir mönnum, og hvernig hver og einn sér sína útgáfu af raunveruleikanum. Liv Tyler leikur bardömuna kynþokkafullu Jewel, sem óvart lendir í því að verja sig harkalega fyrir ágengum karlmanni. En hún á fleiri aðdáendur og hún breytir lífi þeirra allra. Rannsóknarlöggan Dehling, (John Goodman) gleymir dauða eiginkonunnar, Carl (Paul Reiser) gleymir elskulegri úthverfisfjölskyldu sinni og Randy (Matt Dillon) gleymir hversu glataður hann er.

Kvöld á barnum (One Night at McCool's) er sýnd á Stöð 2 kl. 00.40 eftir miðnætti.