BJÖRG Örvar opnar málverkasýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti, í dag, laugardag. Í sýningarskrá segir Björg m.a.
BJÖRG Örvar opnar málverkasýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti, í dag, laugardag.

Í sýningarskrá segir Björg m.a.: "Ég hef velt því svolítið fyrir mér af og til undanfarin ár hvað það sé að vera náttúra, vera bara sjálf náttúran, óheft (eða er hún heft?), óbeisluð og villt, í eilífri hringrás árstíðanna, hvernig það væri að vera náttúrukraftur, náttúrueigind, náttúruferli, fjall, tjörn, vistkerfi, líkami, alheimur, öreind, vera þetta allt eða eitthvað af þessu og það án þess að vera maður um leið? Þetta eru náttúrulega fremur barnalegar vangaveltur en samt hafa þær sótt á mig einmitt af því ég er að eldast og veit að í fyllingu tímans verð ég að mold."

Eitt með öllu

"Maður finnur inn að kviku að maður er að uppistöðu það sama og grjótið undir manni, þursaskeggið og fjallið... maður er eitt með öllu í kringum mann. Maður er líka náttúra. Verkin mín á þessari sýningu eru máluð undanfarin fjögur ár og vitna að einhverju leyti um þessar hugleiðingar mínar og tilfinningar fyrir náttúrunni."

Björg hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið 12 einkasýningar hér heima og erlendis.