Milt í morgunsári mætast nótt og dagur. Hlær í vorsins heiði himinbláminn fagur. Einn er ég á erli, uni niður við sjóinn. Blæjalogn - og bátur burtu sérhver róinn. Litlar bláar bárur brotna upp við steina. Æður fleytir ungum inn á milli hleina.
Milt í morgunsári

mætast nótt og dagur.

Hlær í vorsins heiði

himinbláminn fagur.

Einn er ég á erli,

uni niður við sjóinn.

Blæjalogn - og bátur

burtu sérhver róinn.

Litlar bláar bárur

brotna upp við steina.

Æður fleytir ungum

inn á milli hleina.

Ennþá man ég eftir

æskubjörtum stundum,

á kolaveiðakænum

krakkarnir við undum.

- - -

Jón úr Vör