KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð verður á ferðinni í Eyjafirði næstu daga. Í dag, laugardag, syngur kórinn í Námunni í Hrísey kl. 17.30 og er þetta í fyrsta sinn í 35 ára sögu kórsins sem hann heimsækir eyjuna að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra.
KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð verður á ferðinni í Eyjafirði næstu daga. Í dag, laugardag, syngur kórinn í Námunni í Hrísey kl. 17.30 og er þetta í fyrsta sinn í 35 ára sögu kórsins sem hann heimsækir eyjuna að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra.

Á sunnudagsmorgun kl. 11 syngur kórinn við messu í Möðurvallakirkju í Hörgárdal. Á sunnudagkvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Akureyrarkirkju og á mánudag verður sungið í þremur skólum á Akureyri, MA, VMA og Brekkuskóla. Um 80 ungmenni taka þátt í ferð kórsins, kórfélagar og hljóðfæraleikarar. Á efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt kórtónlist eftir innlend og erlend tónskáld, m.a. Björgvin Guðmundsson, Pál Ísólfsson, Jón Þórarinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Händel og Bach.