TVEIR eru í haldi lögreglunnar í Hafnarfirði í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Sparisjóði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg síðastliðinn þriðjudag. Eru það 19 ára piltur og 17 ára stúlka.
TVEIR eru í haldi lögreglunnar í Hafnarfirði í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Sparisjóði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg síðastliðinn þriðjudag. Eru það 19 ára piltur og 17 ára stúlka.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í gærkvöldi hafa þau bæði verið yfirheyrð og gerð hefur verið húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Þá upplýsir lögreglan að ákvörðun um gæsluvarðhaldskröfu verði tekin í dag.