MIKIÐ hefur verið rætt um skattamál að undanförnu og það einkennilega við þessa umræðu að þessu sinni er að hún er óvenju skiljanleg. Nánast hver sem getur áttað sig á þróun skattbyrðarinnar undanfarin tvö kjörtímabil án þess að vera með próf í hagfræði.
MIKIÐ hefur verið rætt um skattamál að undanförnu og það einkennilega við þessa umræðu að þessu sinni er að hún er óvenju skiljanleg. Nánast hver sem getur áttað sig á þróun skattbyrðarinnar undanfarin tvö kjörtímabil án þess að vera með próf í hagfræði. Þegar allt kemur til alls er þetta spurning um grundvallarspurningu í pólitík: Hvernig skiptum við gæðunum?

Ég hef enga ástæðu til að rengja tölur sem birst hafa í fréttatímum að undanförnu og samkvæmt þeim er greinilegt að bilið milli ríkra og fátækra er að aukast. Ef við skoðum þau 10 prósent framteljanda sem raðast í þann hóp sem lægstar hafa tekjurnar hafa tekjur þess hóps hækkað um 60,8 prósent frá árinu 1995. Þetta eru um 5.400 framteljendur með 1.710 þús. kr. í heildartekjur á ári að meðaltali eða um 143 þúsund krónur á mánuði.

En skoðum þá tekjur þess hóps sem tilheyrir þeim 5 prósentum sem mestar tekjur hafa. Þetta eru um 2.700 framteljendur með 18.178 þús. kr. í heildartekjur á ári að meðaltali eða um 1,5 milljónir á mánuði. Sem sé; tekjur þessa hóps hafa hækkað um 134 prósent frá árinu 1995. Tekjur hinna hæstlaunuðu hafa hækkað ríflega tvöfalt meira en tekjur þeirra lægstlaunuðu. Launamunurinn sem var sjöfaldur árið 1995 en nú orðinn tífaldur. Með öðrum orðum: Bilið hefur verið að aukast milli þeirra ríkustu og fátækustu.

Svona er Ísland í dag og þetta gerist ekki af sjálfu sér. Ört stækkandi gjá á milli hinna efnameiri og hinna efnaminni er afleiðing pólitískra ákvarðanna. Svona samfélag vilja fæstir og við getum breytt þessu - strax í vor.

GUÐJÓN EGILL

GUÐJÓNSSON,

Skólavörðustíg 30,

101 Reykjavík.

Frá Guðjóni Agli Guðjónssyni, stjórnarmanni í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík: