Margeir sjálfur við settið ásamt tríói sínu sem lék í 12 ára afmæli Party Zone í fyrra.
Margeir sjálfur við settið ásamt tríói sínu sem lék í 12 ára afmæli Party Zone í fyrra.
Danstónlistarþátturinn langlífi Party Zone er á sínum stað á Rás 2 í kvöld.
Danstónlistarþátturinn langlífi Party Zone er á sínum stað á Rás 2 í kvöld. Sem fyrr eru þeir skemmtanastjórar Helgi Már og Kristján Helgi en partíið hefur staðið yfir hjá þeim í ein 13 ár og það á þremur útvarpsstöðvum, þátturinn byrjaði á Útrás, fór svo yfir á X-ið þegar sú stöð var stofnuð 1993 og svo á Rásina 1998. Allt frá upphafi hafa þeir félagar lagt metnað sinn í að fá til sín í þáttinn heitustu plötusnúðana hverju sinni og má með sanni segja að plötusnúður kvöldsins sé heitur, en það er hann Margeir, sá plötusnúður hérlendur sem hefur verið hvað lengst með puttann á púlsi danstónlistarinnar. Margeir mun taka taka eina góða syrpu og hita upp fyrir kvöldið en hann verður að spila ásamt Alfons X á Astró. Einnig verður nýja platan frá breska dúóinu Bent kynnt en hún heitir The Everlasting Blink. Að auki verður í þættinum nýtt efni með Derrick L. Carter og Shaun Escoffery og kíkt á safnplötur eins og End Recordings 1995-2002, Fabric 09, mixaða af Slam og Edits By Mr. K með Danny Krivit.

PZ-senan er á Rás 2 í kvöld kl. 20.20.