Waldorfskólinn Sólstafir verður með opinn dag í húsnæði sínu að Hraunbergi 12 í dag, laugardaginn 5. apríl kl. 13-16. Kynning verður á starfi og vinnu nemenda og eru allir velkomnir.
Waldorfskólinn Sólstafir verður með opinn dag í húsnæði sínu að Hraunbergi 12 í dag, laugardaginn 5. apríl kl. 13-16. Kynning verður á starfi og vinnu nemenda og eru allir velkomnir. Einnig verður formleg afhending gjafar Öddu Gerðar Árnadóttur á vefstól til skólans sem fer fram kl. 14. Sólstafir er einkarekinn grunnskóli og eru 30 nemendur í skólanum á aldrinum 6-14 ára.

Grikklandskynning í Bókasafni Garðabæjar verður í dag, laugardaginn 5. apríl, kl. 14-15. Sigurður A. Magnússon rithöfundur flytur fræðlsuerindi um Grikkland og gríska menningu og segir frá ferðamöguleikum í landinu.

Opið hús í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík í dag, laugardaginn 5. apríl kl. 13.30-16.30. Sýning verður á handavinnu nemenda t.d. útsaum, prjóni og vefnaði. Kaffisala þar sem boðið er upp á kaffi, súkkulaði og kökur. Seldar verða sultur og bakkelsi. Allir eru velkomnir.