VEGNA greinar hr. Ólafs Björnssonar í Mbl. 1. apríl sl. um fyrsta íslenska frambyggða bátinn, langar mig að taka fram eftirfarandi. Árið 1945 var byggður frambyggður bátur í Tacoma á vesturströnd Bandaríkjanna.
VEGNA greinar hr. Ólafs Björnssonar í Mbl. 1. apríl sl. um fyrsta íslenska frambyggða bátinn, langar mig að taka fram eftirfarandi. Árið 1945 var byggður frambyggður bátur í Tacoma á vesturströnd Bandaríkjanna. Bátur þessi fékk nafnið Fanney RE 4 og var eign Síldarverksmiðja ríkisins og Fiskimálanefndar Reykjavíkur frá 1. nóv. 1945. Þetta mun hafa verið fyrsta skipið sem sigldi undir íslenskum fána um Panamaskurð á leið sinni til Íslands. Fanney sökk 2. maí 1968 út af Horni, en mannbjörg varð. Teikning af skipinu mun hafa verið bandarísk, en samt sem áður var hún óumdeilanlega íslensk og var alla tíð undir íslenskum fána.

INGÓLFUR INGVARSSON,

Réttarheiði 27,

810 Hveragerði.

Frá Ingólfi Ingvarssyni: