FRESTA varð fyrirhuguðu útsýnisflugi Flugmálafélagsins í gær og er það ráðgert á morgun, sunnudag. Fara á í loftið frá Keflavíkurflugvelli klukkan 11 í fyrramálið og á flugið að standa í rúman klukkutíma. Flogið verður með þotu Flugfélagsins Atlanta.
FRESTA varð fyrirhuguðu útsýnisflugi Flugmálafélagsins í gær og er það ráðgert á morgun, sunnudag. Fara á í loftið frá Keflavíkurflugvelli klukkan 11 í fyrramálið og á flugið að standa í rúman klukkutíma.

Flogið verður með þotu Flugfélagsins Atlanta. Trúðar og tónlistarmenn verða með í för og skemmta farþegum og Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur lýsir því sem fyrir augu ber í ferðinni sem fyrirhuguð er yfir norður- og austurhluta landsins, einkum yfir hálendið. Samkvæmt veðurspá verður háskýjað og bjart á fyrirhuguðum ferðaslóðum.