Stjórn félags eldri borgara skipa Þorsteinn Pétursson formaður, Ingvar Ingvarsson gjaldkeri og Árni Theódórsson ritari. Með þeim á myndinni er Þórunn Eiríksdóttir, fráfarandi formaður.
Stjórn félags eldri borgara skipa Þorsteinn Pétursson formaður, Ingvar Ingvarsson gjaldkeri og Árni Theódórsson ritari. Með þeim á myndinni er Þórunn Eiríksdóttir, fráfarandi formaður.
FÉLAG eldri borgara í Borgarfjarðardölum hélt aðalfund sinn í Logalandi 21. mars sl. Í skýrslu fráfarandi formanns, Þórunnar Eiríksdóttur, kom fram að feiknarkraftur er í félaginu og ekki að sjá að félagar séu komnir að fótum fram.
FÉLAG eldri borgara í Borgarfjarðardölum hélt aðalfund sinn í Logalandi 21. mars sl. Í skýrslu fráfarandi formanns, Þórunnar Eiríksdóttur, kom fram að feiknarkraftur er í félaginu og ekki að sjá að félagar séu komnir að fótum fram.

Haldnir voru átta fundir á árinu, þar sem 30 til 50 félagsmenn mættu á hvern fund. Heildartala félagsmanna í árslok var 76.

Í júlí fór hópur félagsmanna í þriggja daga skemmtiferð til Vestmannaeyja. Í nóvember var farin dagsferð til Reykjavíkur. Norræn handverkssýning var skoðuð í Laugardalshöll, Norræna húsið heimsótt og að síðustu farið í bíó og þar sáu ferðalangarnir myndina Hafið. Næsta verkefni félagsins er að koma upp sýningu í Reykholti á munum og minjum af félagssvæðinu. Sýning þessi verður nefnd "Munir, myndir og minningar" og ber Edda Magnúsdóttir, Hóli, ásamt meðnefndarmönnum sínum veg og vanda af uppsetningu og vali á sýningagripum. Sýningin verður opnuð í Reykholti 17. apríl kl. 14 og stendur til 27. apríl.

Í fundarlok var Þorsteinn Pétursson kosinn formaður í stað Þórunnar Eiríksdóttur, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Núverandi stjórn er þannig skipuð: Þorsteinn Pétursson formaður, Ingvar Ingvarsson gjaldkeri og Árni Theódórsson ritari.